Ég er persónulega séð aðdáandi og finnst margt gott sem þeir gera. EN engu að síður, þá eru sumir þættir þar sem málpípur handritshöfunda verða svo ósvífnislega augljósar og efnið svo ýtarlega þjappað í þig, með hægu zoomi á andlit þess sem summar upp punktin (um hið stærra samfélag - ekki um atvik þáttarins) og staðfestandi tónlist (jafnvel kinkandi andstæðingum sem eru laumulega sammála) að þetta verður einum of.
Heppilega séð (fyrir mig) er ég 70% tilfella sammála punktinum og finnst hann þarfur, en hvað finnst ykkur um slíka þáttargerð undir yfirskini kómedíu?
Er þetta format í lagi???
Bætt við 6. maí 2009 - 20:30
Meginmálið er hvort að þessi afþreygingaráróðursmaskína eigi rétt á sér?
Við virðumst ekki láta það á okkur fá þegar það er úr frjálslyndum demókrataherbúðum, sem á vel við okkar skandinavísku viðhorf.
En gerir það aðferðarfræðina eitthvað réttlætanlegri?
Sömu aðferðir, önnur viðhörf = í lagi þá?
Róm var ekki brennd á einum degi…