Held mikið upp á Avnery, hann virkar jafnan á mig sem ein af röddum skynseminnar í umræðum um Ísrael og Palestínu.
Það er vissulega mikil hætta á því, en það er svo sem ómögulegt að segja. Allt getur gerst. Útilitið virðist sannarlega svart.Lieberman er maður sem í hvaða öðru landi em er væri kallaður sínu rétta nafni: fasisti, og flokkur hans með. Hann hefur gamla flokkinn hans Meir Kahanae að fyrirmynd, en sá flokkur var einmitt bannaður í Ísrael vegna rasisma. Hann heldur opinskátt fram stefnu sem Íraelsstjórn hefur aðhyllst lengi en farið fremur í grafgötur með, s.s. rasisma, útþenslu- og aðskilnaðarstefnu, gjörsamlega andstætt frjálsu ríki Palestínu og andstætt friði (allav. nokkrum þeim friði sem gæti tryggt grundvallarmannréttindi Palestínumanna) og byggist á hugmyndinni um að allt landið skuli vera sér gyðingaríki án tillits til annara íbúa, sem hann vill fyrir alla muni losa landið við.
Ég tel Avnery hafa lög að mæla og það sé svo sannrlega ástæða til að vera á varðbergi. Að maður eins og Lieberman fái stöðu utanríksráðherra virkar á mig svona ámóta gáfuleg almannatengsl og að skipa hestinn sinn konsúl.