Ég var að skoða textavarpið áðan og rakst á alveg ágæta frétt. Um það bil eitt þúsund fyrrverandi foringjar af alls konar gráðum (í fréttinni var talað um “herforingja”, en síðar var tekið fram að fleiri tignir menn áttu hlut að máli) hefðu krafist þess að hernámi Ísraels yrði tafarlaust hætt og að Ísrael ætti undireins að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu.

Ég verð að játa að þetta kom flatt uppá mig. Herforingjar að mótmæla hernámi, sem þeir áttu sennilega nokkurn þátt í að koma á? En ég gleðst alltaf yfir svona skynsemistýrum í myrkrinu.<br><br>Þorsteinn.