Hvað er svona óhentugt við að lifa í þessum húsum ? Þótt það séu kannski þröngir stigagangar þá er fjöldinn allur af fólki sem lifir í svona húsum og kann vel við sig.
Húsið hafði staðið autt í tíma vegna þess að eigandinn kærir sig ekki um þetta hús. Hvað gerist síðan þegar fólk sem ætlar sér að færa lífi í það og tekur yfir húsið ? Þetta fólk hafði þrifið það allt að innan. Það hafði málað vegg utan á því og húsið leitt strax töluvert betur út fyrir vikið. En það vill eigandinn ekki, hann vill einunkis að það drabbist niður.
Og hefur þú komið inn í þetta hús ? Veistu eitthvað hvernig það er að lifa í svona húsum ? Þú segjist ekki einu sinni labba þarna framhjá ? Hvernig geturu þá fullyrt að þetta hús hafi verið ónýtt ?
Hvernig getur það ekki komið mér við ef að næsta nágrenni við mig er látið rotna niður viljandi, dópistar eru fengnir til þess að flytja inn í húsið öðrum nágrönnum til ama. Það minnkar lífsgæði fólksins og fasteignaverð lækkar í kjölfarið.
Veit ekki með þig, en ég labba aldrei þarna.
Nákvæmlega, þú hefur engan áhuga á miðbænum, ferð þangað aldrei og er bara skítsama um hann. Mæli með að þú haldir þig þá bara við kringluna.
Það eru ekki allir með þá þörf að þurfa sífellt að eignast stærri flatskjái, dýrari jeppa og stærri og “flottari” íbúðir.