Ég er að velta fyrir mér nokkrum atriðum, m.a.:
Má seljandi framkvæma slíka grundvallarbreytingu á þjónustusamningi einhliða án samráðs né samþykkis kaupanda? er réttur netáskrifenda ekki borinn fyrir borð við slíkar breytingar?
Eru þessar grundvallarstefnubreytingar hér í tengslum við grundvallarbstefnubreytingar hjá valdamiklum erlendum aðilum sjá http://www.hugi.is/daegurmal/threads.php?page=view&contentId=6403857
Hverjir eiga netveiturnar, eru hagsmunatengsl á milli þeirra og útgáfuaðila hérlendis/erlendis?
Við hverja eru netveiturnar í samstarfi við um það bíómynda og tónlistar efni sem þær eru farnar að bjóða uppá í síauknum mæli, og að sama skapi hvaða hagsmuni hafa netveiturnar af því að takmarka erlent gagnamagn notenda?
Þetta er eitthvað sem er vert að kanna frekar og ræða víðar eða hvað finnst ykkur?
...