Svein Harald Öygard hefur verið skipaður tímabundinn seðlabankastjóri og Arnór Sighvatson aðstoðar.
Þetta er örugglega það besta sem hefur komið fyrir okkur frá því hrunið varð. Ég treisti þessum gaur mun betur heldur enn einhverjum íslenskum wannabe aurgoðum. Þar sem norðmenn eru ákvaðlega skynsamir í fjármálum ríkisins.
Á árunum 1983 – 1990 starfaði Svein Harald í seðlabanka Noregs þegar þeir gengu í gegnum fjármálakreppu. Hann var líka í fjármálaráðuneytinu og á norska- Stórþinginu. Í fjármálaráðuneytinu hafði hann yfirumsjón með verðbólgugreiningum og tengslum launa og verðlags við aðrar þjóðhagsstærðir.
Næst vil ég sjá konu sem nýjan seðlabankastjóra Íslands. Þar sem fjármálaástand heimsins er meira eða minna karlhormónunum að kenna.