Þarf að gers starfslokasamning við einhvern sem er REKINN???
Já. Þætti þér eðlilegt ef að hægt væri að víkja þér fyrirvaralaust úr starfi með þeim afleiðingum að það væri alls óvíst að þú gætir borgað reikningana næstu mánaðarmót? Þetta eru þau vinnubrögð sem tíðkast á vinnumarkaðnum.
Er það bara ég, eða fannst öðrum “fyndið” (asnalegt) í fréttum í kvöld þegar Geir H. sagði að Fjármálaeftirlitið væri nú skilið eftir óstafhæft! Það er ekki búin að vera starfhæft allann þann tíma sem hann var við völd!
Það þarf engan snilling til að sjá að það að víkja allri stjórn stofnunar frá störfum hlýtur að hafa einhver áhrif á starfsemina. Það tekur tíma að koma nýju fólki inn í málin. Varla er stjórnin að taka einhverjar svaka ákvarðanir meðan hún undirbýr starfslok sín. Ef stofnunin væri svo starfhæf núna að þessu leiti mundi nú það sama gerast og þegar fráfarandi sjávarútvegsráðherra tók ákvörðun á meðan hann pakkaði niður.
Hvernig væri nú annars að hætta með sleggjudómana, nornaveiðarnar og ofsóknirnar og reyna að gera eitthvað uppbyggilegt?