Ég veit ekki hvort það var rétt ákvörðun eða ekki að nota úðan í dag, ég var ekki á staðnum.
Hinsvegar þá er þetta orðið ansi algengt og ég efa að lögreglunni þyki þetta stór ákvörðun eins og í sumar þegar þetta var fyrst notað.

Ég vil hinsvegar benda á texta af vald.org

Þegar lögreglan sýnir óþarfa ofbeldi þá er hún eins og skaðlegur vírus og þjóðarlíkaminn byrjar að framleiða mótefni. Á vissum punkti—eftir að búið er að kvelja nógu marga með því að úða eitri í augu þeirra eða berja með kylfu—þá verður lögreglan það sem á ensku er kallað “fair game” eða réttmætur skotspónn. Ákveðnir hópar telja þá að ofbeldi lögreglunar hafi svipt hana öllum rétti. Fólkið telur að óþarfa ofbeldið geti líka gengið í hina áttina.

Hvort sem þetta er rétt mat mótmælenda eða ekki, þá höfum við séð þessa atburðarás oft áður og yfirvöld ættu að skoða gang sinn mjög vel áður en næsta skipun um að úða hættulegum efnum í augu fólks verður gefin. Það er hægt að myrða fólk sem er haldið öndunarsjúkdómum með þessum aðferðum.

Það er líka ákaflega slæm hugmynd að fela lögreglumenn á bak við grímur eða láta þá aka um eins og einhverja huldumenn sem sjaldan ná snertingu við fólkið. Fyrir mörgum árum var lögreglumaður í Svíþjóð barinn til bana um hábjartan dag fyrir utan stórverslun. Fólkið stóð aðgerðalaust á meðan á þessu stóð og sum vitni sögðu einhverja hafa haft gaman af. Eftir þennan skelfilega atburð endurskoðaði sænska lögreglan öll samskipti embættisins við almenning.

Íslenska eiturúðalögreglan og andlitslausa víkingasveitin ættu líka að hugsa sinn gang.
http://www.vald.org/greinar/090105.html


Alls ekki svo vitlaus pæling