Þú ert að gagnrýna það sem þér finnst vera stríðsglæpir hjá Ísraelsmönnum/gyðingum jafnframt því sem þú ert að kalla þá hræsnara fyrir að gera annarri þjóð það sem þeir lentu “sjálfir” í fyrir rúmri hálfri öld síðan. Þú lýsir síðan yfir vonbrigðum yfir því að þjóðverjum hafi ekki tekist að útrýma gyðingum algjörlega í seinni heimstyrjöldinni.
Maður fær það á tilfinningunni að þér gæti í rauninni ekki verið meiri sama um stríðsglæpi og mannlegar þjáningar, heldur sértu frekar að grípa tækifærið til að koma frá þér biturt (og illskiljanlegt) gyðingahatur þitt með góðum skammti af hræsni.