Jánei.
Annars…
Það vantar Íslenskan hægri flokk sem vill ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.
Það er eiginlega ákveðið að Sjálfstæðisflokkurinn muni stefna á inngöngu í Evrópusambandið og taka upp evru. Þeir eru eiginlega búnir að taka þá ákvörðun, allt þetta stúss í kringum Evrópumálanefndina og allt það virðist vera ein leiksýning. Núna er sagt að Birni Bjarnasyni verði skipt út fyrir Bjarna Benediktsson. Hver er mest áberandi andstæðingur aðildarviðræðna við ESB? Jább, Björn Bjarnason.
Það er spurning hvort innganga í ESB hafi verið eitt af skilyrðum fyrir lánapakkanum sem við fengum í gegnum AGS og nokkrar aðrar Evrópuþjóðir? Hmmm…