hahahaha. Og slepptiru því kannski að lesa fyrstu línur greinarinnar?
Mótmælendum fyrir utan Hótel Borg tókst í dag að stöðva útsendingu Kryddsíldar Stöðvar 2, með því að kippa snúrum úr sambandi bræða tækjakapla með blysum.
Lögregla brást við mótmælunum af mikilli hörku og nokkru stjórnleysi að virðist.
Þessi síðari setning er bara hlægileg.
ég veit ekki hvort handtaka Hauks hafi verið ólögmæt eða ekki, en ef svo var þá hafði hann allan rétt á því að kæra lögregluvaldið. Það er ekki starf almúgans að vera með skrílslæti og hjálpa fólki að brjótast út úr fangelsi.
Hann átti eftir að afplána dóm, það varð misskilningur í málinu og þá átti hann að kæra… það er ekki flóknara.
En múgæsingur spyr ekki fyrr en eftir á. Þegar hann myndast þarf að stöðva hann.
ég sjá fréttirnar í sjónvarpinu. Það var marg tekið fram að þetta væru ólögleg mótmæli og að fólkinu bæri að yfirgefa svæðið á stundinni.
Þau óhlýðnuðust beinum fyrirmælum lögreglu í hvívetna, og ekki nóg með það heldur voru þau nýbúin að eyðileggja tækjabúnað upp á mörg hundruð þúsund krónur ef ekki milljónir, særa starfsmenn Hótelssins (sem eru örugglega búnir að lenda jafn illa í þessari kreppu og mótmælendurnir), stöðva útsendingu árlegs sjónvarpsþáttar og brjótast inn á einkalóð.
Auðvitað á að beita táragasi á þeim tímapunkti. Táragas er ekki ólöglegt, þú veist það vonandi.
Þetta er vopn sem lögreglan hefur leyfi til að beita til að leysa upp ólögleg mótmæla og ef það var ekki réttlætanlegt við þessar aðstæður þá veit ég ekki hvenær…
Vitnisburðasögur viðstaddra eru ekki mikils virði. Þú veist jafn vel og ég að menn ýkja og beygja sögur til að láta þær líta vel út fyrir sjálfan sig
Bætt við 4. janúar 2009 - 03:27 Las aðeins meira á þessari síðu. Afstaða síðurnar er alveg greinileg. Engin viðtöl við lögreglustjóra eða lögreglumenn.
Aðeins “vitni að mótmælunum” sem voru líklegast mótmælendur sjálfir.
Það er enginn trúverðuleiki þarna.
Lögreglan byrjaði ekki ofbeldið, það er meira að segja tekið fram þarna að hún hafi verið grýtt með mold að fyrra bragði.
Auk þess sem gleyma því oft að löggur eru bara fólk eins og við, með tilfinningar eins og allir og hvatir og eðli.
Það réttlætir auðvitað ekki ef lögregla brýtur af sér, en eina lögbrotið sem ég sé þarna eru eignaspjöll upp á milljónir, innbrot á einkaeign, líkamsmeiðingar og röskun á sjónvarpsútsendingu sem er hefð í íslensku menningalífi.
Ef ég vil ekki sjá Will & Grace má ég þá ráðast inn í Skjá 1?