Hvað meinar þú með
rétt? Ef það er viðtekinn skilningur manna að maður geti verið eign annars (eins og það var fyrir ekki nema fyrir kannski 200 árum) og ríkið verndar rétt þinn til þess að eiga menn, þá get ég vissulega verið eign einhvers. Ef þú átt við að það sé siðferðislega rétt, þá er það allt annar handleggur.
Það er alls ekki hægt að snerta sólina í neinum skilningi, þú kæmist aldrei nálægt henni. Í sama skilningi gætir þú aldrei snert stakt atóm, enda gætir þú aldrei verið viss um staðsetningu þess og strangt til tekið væri aldrei um eiginlega snertingu að ræða jafnvel þótt þú gætir snert það vegna þess að segulkraftarnir myndi hrinda því frá þér.
Þó að þú ‘'stjórnir’' hlutafyrirtæki þýðir það ekki að þú sért eigandinn.
Það var það sem ég var að segja, að þú stjórnir einhverju gerir það ekki að eign þinni. Það er því vita gagnslaust að nota það orð í skilgreiningunni, ég get þess vegna átt eitthvað og látið einhvern annan um að sýsla með eign mína eða stjórnað henni.
Ef þetta er þín skoðun þá ert þú siðlaus.
Skil ekki boffs í þessari fullyrðingu. Ég er ekki þeirrar skoðunar að ríkisstjórnir eigi að veita réttindi, ég er eindfaldlega að benda á þá staðreynd að þannig er það. Mannréttindi voru aldrei til sem slík fyrr en valdhafar um allan heim viðurkenndu þau í stjórnarskrám og mannréttindasáttmálum. Hins vegar hefur mönnum alltaf þótt þeir sjálfir eiga heimtingu á frelsi undan ofstæki, ofbeldi o.s.frv. sem er ástæðan fyrir því að menn börðust fyrir því að valdhafar veittu okkur þau réttindi. En það er bara allt annað mál.
hann er ekki eitthvað sem sjálfkrafa fylgir húsinu um leið og ég borga fyrir það.
Nei, þú eignast ekki húsið fyrr en það hefur verið þinglýst, þannig er það í íslensku réttarkerfi og flestum öðrum.