Haha! Spurning hvort hann gæti ekki bara lögleitt þetta. Ég var einmitt að velta því fyrir mér hversu margir forsetar og þingmenn í Bandaríkjunum hafa reykt gras. Obama, Bush og Clinton virðast allir hafa reykt, þótt svo bæði Bush og Clinton reyni að draga úr þeim staðreyndum. Obama er fyrsti forsetinn til þess að viðurkenna það hreint út.
Ég er áskrifandi af tímariti sem heitir Reason (frjálshyggjubleðill) þar sem þeir sem aðhyllast lögleiðingu auglýsa gjarnan. Ein auglýsingin var til dæmis skrifuð af (gömlum?) góðvini öldungardeildaþingmanns sem skrifaði opið bréf til hans og minnti hann á gömlu góðu dagana þegar þeir reyktu gras saman, sami þingmaður er nú einhver agalegur andófsmaður grasreykinga.
Mér finnst ég skynja breytingar í þessum efnum, besta sönnuninn er að andófsmennirnir eru nú byrjaðir með einhvern áróður um hættulega sterk kannabisefni (sást kannski frétt á mbl.is um málið).