ég heyrði í fréttunum áðan að enn fleiri vítisenglar hefðu verið sendir úr landi í dag en eins og allir vita voru margir vítisenglar sendir heim í gær. þeir sögðust vera að koma hingað til að heimsækja mótorhjólaklúbbinn Fáfni. mér fannst nánast ótúlegt að heyra að mótorhjólaklúbburinn Fáfnir hafi sótt um að ganga í samtök vítisengla. þurfum við íslendingar þá líka að hugsa um að halda þessum vítisenglum í skefjum eins og margar aðrar þjóðir þurfa að gera? maður ímyndaði sér alltaf að þessir vítisenglar væru bara svona feitir, sköllóttir þjóðverjar eða danir sem klæddust leður fötum, keyrðu um á mótorhjólum og sáu um skipulagða og fjölbreytta glæpastarfsemi.

þeir vítisenglar sem fóru héðan í dag áttu víst að hafa haft í hótunum við íslensku lögregluna um að þeir ætluðu að snúa aftur og þá í stærri hópi. þýðir það að þeir ætla að fara í einhvern bardaga við íslensku lögregluna, ætla þeir að koma hingað og hertaka landið (ef svo má segja) eða voru þetta bara svona innihaldslitlar hótanir.

maður veit ekki hvað maður á að hugsa. hvað finnst ykkur?<br><br>——————————

ruglubulli 2001
,,allar alhæfingar eru slæmar"
——————————