Ég vil ekki gleyma þessu tímabili, og það vilja fæstir gyðingar sömuleiðis. Ég (og raunar við) viljum einmitt að þetta tímabil standi ljóslifandi í sögubókum sem víti til varnaðar.
Til að hafa lent í Helförinni og lifað hana af er einfaldlega ekki nóg að vera gyðingur.
Við skulum ekki gleyma því, að mun fleiri en gyðingar lentu í Helförinni, þ.á.m. kommúnistar, jafnaðarmenn, samkynhneigðir og geðveikir.
Engum dettur í hug að segja að hver einasti hommi í heiminum, sem er nógu gamall til að hafa lifað á styrjaldarárunum, hafi lifað hHelförina af, og þaðan af síður að hver einasti kommúnisti (sem er nógu gamall) hafi lifað hana af.
Til að hafa lent í Helförinni og lifað hana af þarf að uppfylla a.m.k. þessi skilyrði:
A) Hafa verið í Þýskalandi þegar nasistar náðu völdum þar EÐA verið á einhverju því landsvæði sem Þjóðverjar lögðu undir sig í stríðinu og fyrir stríð, eða einhverju því ríki þar sem Þjóðverjar settu upp leppstjórn, eins og til dæmis í Vichy-Frakklandi.
B) Tilheyra einhverjum þeim hóp sem nasistar ofsóttu, m.a. þeim sem voru taldir upp hér að ofan.
C) <b> Annað hvort </b> hafa komist undan til hlutlauss eða vinveitts ríkis <b> eða </b> lent í einhverri af útrýmingarbúðunum og lifað af dvölina þar.
Ef maður uppfyllir ekki þessi skilyrði (og öll skilyrðin), þá getur maður ekki gert kröfu til að teljast til eftirlifenda Helfararinnar.
Uppfylli Sharon þessi skilyrði, þá biðst ég afsökunar á ummælum mínum þess efnis að hann ljúgi ef hann segist hafa lifað hana af. <i> En </i>, þarsem að hann var fæddur árið 1928 í Palestínu, þá hefur hann varla verið í Þýskalandi þegar nasistar tóku völd þar (en það gerðist árið 1933). Og þar sem að hann gekk í <i> Haganah </i> 14 ára gamall (eða árið 1942) þá var hann í Palestínu á þeim tíma. Hann hefur varla farið sjálfviljugur til landsvæða sem Þjóðverjar höfðu lagt undir sig þá, auk þess sem ég efa að foreldrar hans hefðu leyft honum að fara. Gleymum ekki, að það hefði verið afar erfitt að komast þangað á stríðstímum.<br><br>Þorsteinn.