Mér finnst þeir vera að gera Obama aðeins of grænan en hann er þó jú MUN grænari en frá farandi forseti og valhafar hinu megin við Atlantshafið.
Hvað finnst ykkur um þetta? ESB, “grænt” bandalag við BNA eða áfram haldandi einangrun? Bíð spenntur eftir svari frá þér vitringur.
Grænt Bandalag Við Bandaríkin
“Grænt Orkubandalag”
Hér er hugmynd um að Íslendingar, í stað umsóknar um aðild að Evrópusambandinu, tengist aftur okkar gamla Vínlandi og semji við Bandaríkin um laust ríkjabandalag.
Bandalagið yrði mun einfaldara heldur en Evrópusambands bandalag og gæti í megin atriðum snúið að þremur hlutum:
1. Ísland tekur upp bandaríkjadollar og fengi lán upp á t.d. $10B.
2. Víðtækur samstarfssamingur um Græna Orku og hefur Ólafur Ragnar, forseti, þegar rætt þau mál aðeins við Obama, eins og kom fram í sjónvarpinu 5. nóvember.
3. Tvíhliða atvinnusamningur þar sem Bandaríkjamönnum er frjálst að vinna á Íslandi og Íslendingum er frjálst að vinna í Bandaríkjunum.
Kostir fyrir Ísland:
* Ekkert er gefið eftir af fullveldinu, eins og þarf að gera þegar gengið er í Evrópusambandið.
* Deilur Hollands, Bretlands og Íslands gera Evrópusambands umsókn líka erfiða og líklega verða skilyrðin hörð.
* Í stað 20+ ríkja sem deila um stefnu Evrunnar eru aðeins Bandaríkin og Federal Reserve sem stjórna bandaríkjadollar.
* Traustasta mynt í heimi og lágir vextir.
* Laðar að erlenda banka og bandarísk, Græn hátæknifyrirtæki.
* Skapar stöðugt umhverfi fyrir erlenda fjárfesta.
Kostir fyrir Bandaríkin:
* Samstarfið gæti orðið ein af burðarstoðum Grænu byltingar Obama. Ísland er þar í fararbroddi varðandi hátækniþróun í Grænni orku og gæti það gerst mjög hratt. Vegna smæðar landsins er hægt að skipta fljótt yfir í nýja tækni, eins og vetni, og getur allt landið orðið markaðstilraunasvæði fyrir Græna tækni.
* Rússar eru aftur orðnir meiri ógnun við Bandaríkin og hefur vægi staðsetningar Íslands aukist aftur til muna.
* Sýnir að stjórn Obama tekur strax stór skref í Grænu áætluninni sinni með því að tengjast sterklega inn í íslenska sérþekkingu á Grænni orku.
Við skorum á Forseta lýðveldisins, Ríkisstjórn og Alþingi og skoða þessa hugmynd alvarlega sem allra fyrst!
Ef þú ert sammála um að skoða þessa hugmynd, skráðu þig í þessa Facebook grúppu og sendu skilaboð til þinna vina.
Það er nefnilega það.