“Samkeppnisstofnun hefur bannað tryggingafélaginu Allianz - Ísland hf. að birta sjónvarpsauglýsingu sem sýnir lítið barn falla út um glugga. Taldi Samkeppnisstofnun auglýsinguna lýsa hættulegu atferli og brjóta gegn ákvæðum en samkvæmt þeim skal gæta þess, ef börn koma fram í auglýsingum, að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum sem leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu.”
Nú var ég í “vísindaferð” hjá ónefndu tryggingafyrirtæki síðastliðinn föstudag þar sem auglýsingin var rædd og forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu að þetta væri dæmi um auglýsingu sem öll tryggingafyrirtæki vildu hafa sent frá sér en ekkert hefði þorað af hræðslu um slæmt umtal.
Við vorum flest sammála um að auglýsingin væri mjög áhrifarík. Oft hef ég verð sammála úrskurði Samkeppnisráðs en ekki núna.
Mér finnst þetta frábær auglýsing. Og ég leit alltaf á auglýsinguna sem meira svona “hypothetical” dæmi heldur en blákaldan raunveruleika, og fannst mér hún mjög áhrifarík sem slík. Auðvitað vita allir að það er hættulegt að detta út um glugga… Er þetta ekki dæmi um þessa endalausu forræðishyggju?
Barnið er gripið þegar niður er komið og það er allt í lagi með það.
Aldrei hef ég séð auglýsingu sem bendir manni jafn greinilega á kaldhæðnina í að við tryggjum frekar dauða hluti en mannslíf og heilsu og bendir jafnframt á nauðsyn persónutrygginga.
Hvað finnst ykkur?
<br><br>Elektra Katz
Elektra Katz