Ljóst er að Obama er forsetinn og gott með það, hvorum megin sem þetta hefði fallið væri mér sama.
En þetta á ekki að vera pólitískt heldur meiru um kosningarnar sjálfar. Þær voru sagðar einna mest dirty kosningar ever í USA. Helst tvær ástæður fyrir því. Negatívu áróðursauglýsingar McCain gegn Obama og hvernig fjölmiðlarnir sóttust að gegn Palin heldur óréttlátlega.
Fjölmiðlamanneskjur voru mjög stór hluti þessara kosninga því þær voru í raun augljóslega með Obama í liði og gegn McCain en eftir að Palin var valin sem varaforsetaefni að þá hafa fjölmiðlar ekkert gert nema níðst á henni.

Ég hef verið að horfa núna á fréttaskýringaþætti og umræðuþætti á nokkrum stöðvum og þetta hefur verið þónokkuð í umræðunni. Bæði karlar og konur í báðum flokkum eru að segja að þetta er ósanngjarnt gagnvart henni, mest af þessu umdeilda eru hreinar lygar spunnar af fjölmiðlum.

Af hverju virðist fólk vera svona mikið á móti henni? Maður er að sjá þetta líka á huga, að vísu langmest asnar sem segja það sem aðrir segja án þess að hafa neina hugmynd um þetta, en þessir sömu asnar eru líka í Bandaríkjunum.
Hún er ekki heimsk í fyrsta lagi, enginn gefur svo góðan árangur af sér sem fylkisstjóri Alaska með því að vera heimsk.

Núna er þetta farið að hljóma eins og einhver vörn fyrir Palin en ég er einungis að segja það sem er sagt úti og ég er sammála þessu. Leiðinlegt að sjá svona kosningar sem svona hlutir hafa eiginlega úrslitaáhrif. Atkvæði fólksins var nú aðeins 52% gegn 48%
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”