Í kjölfar umræðna síðustu vikna ákvað ég að skella mér í mótmælagönguna frá hlemmi nú á Laugardaginn. Sem voru skipulagðar af www.nyirtimar.com

Maður er orðinn býsna þreyttur á ábyrgðarleysi stjórnvalda og ráðamanna seðlabankans. Frekar niðurdrepandi staða í dag sem veldur að maður verður fúll og innbyrgðir reiði sína án þess að fá neinar afsökunarbeiðnir frá ráðamönnum eða fjárglæpamönnunum. Þar sem að engar nornaveiðar eru beinlínis hafnar og fólk finnur til óréttlætis.

Eftir að hafa farið á þessi mótmæli er einsog þungu fargi sé af mér létt þar sem ég gat fengið útrás og voru þetta mjög hressandi mótmæli. Opnuðu augu mín og hjálpuðu mér að skilja ýmislegt.

Mæli ég tvímælalaust með því að þú mætir á þessi mótmæli næsta laugardag. Nauðsynleg heilsunni vil ég meina en þótt að reiðin leysir ekki endilega vandann þá er samt nauðsynlegt að fá útrás fyrir henni.

Ég hvet ykkur að vera ekki meðvirk þessum glæpum sem hafa gerst! Takið þátt í að byggja upp nýtt þjóðfélag undir nýjum formerkjum!

Takk fyrir!