Mér finnst að RÚV eigi að setja upp youtube rás með öllum fréttum sínum um stöðu efnahagsmála hér og ávörp forsætisráðherra o.s.f. svo fólk erlendis fái nú góðar og umfram allt rétta mynd af því hvernig ástandið hérna er, ekki eitthvern hálfkláraðan cocktail frá erlendum fréttaveitum, það væri a.m.k. skilvirk, fljótleg svo ekki sé minnst á ódýr skref í rétta átt, og vonandi eitt af mörgum.

Hægt er að setja inn texta við videóin á síðunni sjálfri tengla fréttasíður o.s.f. sem getur gert þetta að gríðarlega öflugu verkfæri ef menn runna og hafa rænu að nota það.

A Steady flow of Info, is a Must to earn Trust :)

Hvað finnst ykkur öðrum hugverjum, um svona nokkuð?
...