nei. Davíð er einmitt ekki að gera það sama Þorvaldur mælist til, (ekki það að Þorvaldur sé neinn guð). En það sem Þorvaldur mælir með er að seðlabankinn lækki stýrivexti.
Stýrivextirnir ýttu okkur út í erlendu lánasúpuna. Þeir gerðu það að verkum að lán voru svo dýr innanlands að fólk fór að taka erlend myntkörfulán. Á sama tíma voru vextir svo háir að fólk kaus að geyma peninga inn á Íslenskum reikningum og krónan styrktist mjög hratt. (Sem vann einmitt gegn verðbólgumarkmiðunum).
Í dag eru öll lán innanlands stoppuð, og það er slæmt því það þýðir að atvinnulífið er líka nánast stopp. Stýrivaxtalækkun er nauðsynleg til þess að fólk geti haldið áfram að byggja upp atvinnustarfsemi og til þess að lánavextir lækki, en hér á landi eru þeir, þeir hæstu í heiminum.
Þetta neitar Davíð að gera ennþá.
Og ég held að píparalíkingin gangi ekki alveg upp. Ég treysti sjálfum mér til að vinna sem smiður án þess að hafa lært það, og hef gert á köflum. Ég myndi hinsvegar ekki treysta mér til þess að gerast yfirmaður kjarnorkuvers jafnvel þótt ég hefði lesið eina handbók í kjarnorkueðlisfræði.