Þeir “þurftu” það.
Þannig er mál með vexti að glitnir vildi fá lán hjá Seðlabanka. Seðlabankastjóri sagði að hann væri skyldugur til að tilkynna fjölmiðlum um beiðni Glitnis sem hefði veikt stöðu hans til muna… líklegast hefði myndast öngþveiti og fólk hópast að næsta útibúi að taka út peningana sína.
Þú veist líklegast að mjög lítið af því sem fólk leggur inn í banka er í raun í bankanum. Bankinn getur ekki látið fólk fá peningana sína og fer á hausinn.
Seðlabankastjóri sagði að hann þyrfti að tilkynna lánsbeiðnina en sagði að tryggingar Glitnis fyrir láninu (600 milljón evru lán) væru ekki nógu tryggar (Glitnismenn mátu veðin upp á 750 milljónir evra samkvæmt stjórnarformanni Glitnis).
Glitnir sá því engan annan kost á borði en að ganga að hvaða samkomulagi sem seðlabankinn setti fyrir þá… sem reyndist vera ríkisvæðing.
Skíta Dabbi
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig