Já sammála því, það komst lítið sem ekkert til skila í þessum kompásþætti, óklippta útgáfan er mun skiljanlegri og betri.
Og hvor haldiði virkilega að sé siðblindari og meiri sauður í þessu öllu saman; Ragnar, þriggja barna faðir sem fór út í viðskipti sem gengu ekki og hann var óheppinn + það að hann gat ekki staðið í skilum m.a. vegna þess að veitingastaðirnir hans voru nánast teknir af honum með hjálp þessa Benjamíns sem gekk berserksgang á fundinum sem þeir áttu að spjalla saman um staðina og hótaði meðal annars að brjóta tennurnar úr honum ef hann skrifaði ekki undir….eða haldiði að það sé sjálfur Benjamín, útúrsteraður vaxtarætktarkappi með nauðgun á sakaskránni og eflaust eitthvað fleira. Maður sem hótar ofbeldi og stendur við það.
Raggi hefur misst allt, allt og ekki réttlætislega. Hann kærir, fer með þetta í fjölmiðla. Akkúrat það sem hann átti að gera. Annað en hinir sem ætluðu löglegu leiðina til að taka af honum staðina aftur en hættu við því þeir höfðu ekki nógu sterkt mál til að vinna. Og fóru þessvegna með þetta í handrukkara.
Nú eftir að Raggi sagði söguna í fjölmiðlum þá var Benjamín sá eini sem brást ókvæða við og fór að væla. Og það sem Benjamín vill nú fá borgað er bíllinn hans sem brann en nei bíðiði við hann segir sjálfur í óklipptu útgáfunni að hann viti ekkert um hver hafi brennt hann, hann hafi bara “freimað” því yfir á Ragga. Það væri hægstæðast.
Nú ég veit ekki hvort þið takið eftir því í óklipptu útg. að eina það sem Benjamín segir í öllum samræðunum er að Raggi skuldi mönnum peninga; sem hann gerir. Hann kemur ekki með neitt bitastætt nema árasir á hans persónuleika og við því sem Raggi segir, getur Benjamín ekkert sagt nema; “Neinei, Raggi, það er ekki satt”, “nei það er ekki svoleiðis”, “þú bullar bara”, en hann getur aldrei sagt “nei það er ekki satt” og síðan sagt hver sannleikurinn er. Vitiði útafhverju hann getur það ekki? Það er vegna þess að hann veit ekkert um þetta, hann var bara fengin til að kúga Ragga til að skrifa undir, og þegar Raggi fer með þetta í fjölmiðla urlast hann og þegar það er kveikt í bílnum hans setur hann það yfir á Ragga án þess að hafa hugmynd um það. Þetta er það sem Benjamín veit. Ekki neitt. Hann hefur bara óbeit á Ragnari fyrir að sverta mannorð sitt(sem ég verð að segja er ekki mjög gott fyrir)
Crymoh; Er það satt vinur, þekkiru Benjamín?…Jájá, svoleiðis. Og hann var bara svona rosa nettur á því. Flottur gaur. Og gott þú.
Segðu mér ef 100 kílóa vaxtaræktartröll væri að berja þig, vanur maður, og hann væri að reyna að sparka í hausinn á þér; eitthvað sem gæti leitt til varanlegs skaða..Væriru ekki fokking hræddur, sér í lagi ef þú ættir börn og konu.
Æ, nei hvað er ég að spurja, auðvitað væriru það ekki. Enda félagi Benjamíns. Góður.
í fyrsta lagi, nauðgun á sakaskránni? já. eitthvað fleira? nei. sakaskrá benjamíns hefur verið hrein frá og með nauðgunarkærunni, sem ég er nokkuð viss um að sé yfir tíu ára gömul.
ragnar er þriggja barna faðir, benjamín á líka konu og börn. er ekki best að það komi fram fyrst að fjölskylduhagir þessara manna virðast skipta máli?
haha! voru staðirnir teknir af honum. elsku vinurinn, hann notaði þessa staði til að græða á saklausu fólki, seldi þá svo á afsali sem hann ‘gleymdi’ að skrifa undir. þetta endaði með margra milljóna tapi, og það var ekki ragnar sem tapaði, heldur mennirnir sem keyptu staðina. hver heldur þú að eigi ólíver í dag?
ég ætla ekki að fara út í þetta bílamál, þar sem það er hreinlega of flókið og ég nenni þvi ekki.
benjamín hefur ekki hreinlega óbeit á ragnari fyrir að sverta mannorð sitt. þetta mál er búið að vera í gangi í miklu, miklu lengri tíma en það.
bara samt til að hafa það á hreinu, benjamín er mörður. ég er ekki að segja að hann sé góður gaur, eða það sé nokkuð réttlætanlegt við hans fyrri störf. hinsvegar er ragnar mesta skítseyði íslands, og mér finnst fyndið að sjá einhvern verja hann.
0