haha, mér finnst nú algjör snilld þegar eldra fólk er að tala um að ungdómurinn sé alltaf fullur, alltaf að slást og með almenn leiðindi.
Ég er persónulega alveg hættur að taka mark á þessu eftir að ég fór að vinna með mönnum í fyrrasumar sem eru á svipuðum aldri og pabbi minn og voru að segja mér sögur af föður mínum og hans vinahóp. Þær sögur fengu mig til að hugsa hvernig í andskotanum eldra fólk gæti vælt yfir þessu þar sem að ef einhver myndi gera hluti sem þeir voru að gera væru þeir í fangelsi og á forsíðum allra dagblaða.
Hef ekki grænan grun hvað eldra fólk er að tjá sig um svona hluta, mér finnst það eginlega hálf leiðigjarnt og hef það nú fyrir vana minn nú til dags að spyrja fólk hvernig það var sjálft í æsku ef það er að setja útá það sem ég er að gera..
Það endar yfirleitt alltaf með því að það verður kjaftstopp eða segir manni að þetta sé samt ekki sniðugt :D svo ég held að svona innst inni vita þau hvað þau skemmtu sér sjálf í rugli og sukki í æsku.