Hvers vegna mega fréttamenn á Íslandi ekki vinna starf sitt og krefja borgarstjóra og þingmenn svara án þess að vera kallaðir dónar og frekjur.
Þetta er þeirra starf sem þeir eru að vinna fyrir okkur. Við eigum skilið svör og það hreinskilin svör um vandamál sem koma okkur við. Borgarstjórinn fór í fýlu afþví hann fékk ekki að tala um frábærar áætlanir borgarmeirihlutans og gott samstarf hans í kastljósinu.
Fréttaþættir eru ekki auglýsingatími fyrir pólitíkusa.
Forsætisráðherran kallaði fréttamann stöðvar 2 dóna fyrir að vinna starf sitt.
Eiga þessir menn sem hafa talsvert vald á Íslandi að gera eins og þeir vilja án þess að þurfa að gefa fólkinu, sem veitir þeim þetta vald, svör?
Þeir verða bara móðgaðir og skamma fréttamennina fyrir að krefjast svara. Menn sem hafa klúðrað hlutunum svo vel að fáir gætu gert betur, þótt þeir reyndu.
Þótt Þingmenn og aðrir pólitíkusar fari í taugarnar á mér, Þá hef ég lúmskt gaman að þessum sandkassaleik sem þeir stunda í ríkisstjórninni :)