Ég er sammála að Obama á varla eftir að eiga í miklum vandræðum með að sigra McCain, enda mikill “Kennedy bragur” á honum. Hann hefur rosalegt “charisma” sem McCain virðist algjörlega skorta.
Svo við berum saman komandi kosningar við kosningarnar 1960, þá höfum við:
Fyrir Demókrata:
1960: John F. Kennedy, ungur fremur óreyndur pólitíkus með mikla persónutöfra og mikið fjármagn á bak við sig. Margir töldu að hann myndi aldrei ná kosningu útaf því að hann var kaþólskur.
2008: Barack Obama, (mest það sama)… útaf því að hann er hálf-svartur.
Fyrir Repúplikana:
1960: Richard Nixon, varaforseti Eisenhowers síðan 1953, forsetatíð sem var tiltölulega hagsæl og friðsöm. Þekktur pólitíkus með óneitanlega mikla reynslu af bæði innanlands- og alþjóðastjórnmálum. Hafði samt hingað til komist upp með að vera skelfilega fráhrindandi í útliti og framkomu.
2008: John McCain, fyrrum Víetnam stríðshetja, en með takmarkaða reynslu af stórum embættum. Búinn að vera kjölturakki hins afar óvinsæla George Bush yngri á ófriðsömum tíma. Auk þess ekki mest sjarmerandi maður heims, og kominn yfir sjötugt.
Mér þykir líklegra að Obama vinni.
_______________________