Ef ég skil spurninguna rétt, þá ertu að spyrja hver munurinn sé á hryðjuverkaárás annars vegar, og stríðsárás hins vegar. Og ég ætla, hér á eftir, að gera ráð fyrir því að ég hafi skilið þig rétt. Þannig að ef ég misskildi þig, þá þarftu ekkert að lesa meira, nema þig langi til.
Mér skilst að það sé aðallega litið svo á, að ríki fari í stríð, en einstaklingar (og samtök einstaklinga, sem geta verið studdir á ýmsa vegu af hinum og þessum ríkisstjórnum, en starfa yfirleitt nokkuð sjálfstætt) fremji hryðjuverkin.
Ég er ekki alveg viss að hve miklu (eða litlu) leyti ég sé sammála þessu, en þetta skilst mér að sé hin almenna skilgreining. Hins vegar er hugtakið “ríkishryðjuverk” (“state terrorism”) líka til, en ég er ekki alveg viss hvernig skuli skilja það. Þó er held ég, að t.d. aðgerðir nasista hafi verið eitt skýrasta dæmi um þetta.
Svo er til önnur skilgreining. Ríki eru í stríði til að verja sig og sína hagsmuni (og stundum er sókn besta vörnin). En hryðjuverkin eru hins vegar framin af einstaklingum vegna hugsjóna.<br><br>Þorsteinn.
“Að gera ekkert, og hvíla sig þess á milli - það er göfug list.” - Afi.