Já, hmm. Satt er það.
Ég veit svo leiðinlega takmarkað hvernig þessu er háttað annarsstaðar, en ég býst við að það sé síðra en hérlendis.
Eru ekki allir jafn heimskir allstaðar? Býst við því að Íslendingar séu upplýstari en margar þjóðir, þrátt fyrir slappt skólakerfi, þar sem ég held að það sé ekki betra annarsstaðar.
Skil það einmitt ekki, ekki eins og það væri svakalega mikið mál að hafa fullkomið skólakerfi.
Haha, hata heilbrigðiskerfið hérna. Þetta er svo asnalegt. Fatta þeir ekki að maður versnar líklega á þessum fjórum mánuðum?
Verstir eru, jú, stjórnmálamennirnir. Virðir einhver þetta fólk?
Hvað gera þeir eiginlega í raun og veru til stjórnar mála? Veit það einhver?
Já, góða velferðarkerfið okkar Íslendinga er ekki til. Býst við að það allir skattarnir fari í að fjármagna þessa alræmdu alþingismenn.