Veit varnamálaráðherra Ástralíu
ekkert um innrás sem hann tók þátt í? Værir þú til í að reyna að svara mér af skynsemi, annars nenni ég ekki að ræða þetta.
Það er vitað núna en það var ekki vitað fyrir innrásina. Það er einmitt málið þeir vissu ekkert um það hvort þeir áttu gjöreyðingarvopn eða ekki. Vopnaleitardeild S.þ. komst að þeirri niðurstöðu að það væru enginn vopn í Írak. Bandaríkjamenn héldu því hins vegar fram en eina sönnunin var ljósmynd úr gervihnöttum af einhverri verksmiðju sem engum þótti sennilegt að væri að framleiða gjöreyðingarvopn. Fyrir svo utan það að það er brot á alþjóðalögum að gera innrás inn í land sama hvort þeir eiga gjöreyðingarvopn eða ekki. Fyndist þér eðlilegt að Bandaríkjamenn myndu hernema Ísrael bara því þeir eiga kjarnorkuvopn? Að sjálfsögðu væri það út í hött og klárt brot á alþjóðalögum.
Það er rétt að ein af ástæðunum fyrir því að þeir senda hermenn til þess að vernda olíuiðnaðinn er út af því að þetta er stærsta útflutningsvaran. Það er mér alveg ljóst enda sagði ég að olían hefði skipt miklu máli. Hins vegar skil ég síður hvernig það aðstoðar við að koma lýðræði á í landinu þar sem er búinn að vera borgarastyrjöld frá upphafi. Ef að varnarmálaráðherra Ástralíu dugar ekki til að sannfæra þig, hvað með
Paul Wolfowitz eða
Alan Greenspan? Vita þeir kannski
ekkert um málið heldur?
Eins og ég hef sagt, jafnvel þótt svo að tilgangurinn með innrásinni hafi verið að koma Saddam Hussein frá völdum er alveg ljóst að Bandaríkjamenn hefðu tekið olíuna með í reikninginn, að segja að hún skipti
engu máli er nær því að vera samsæriskenning. Við erum að tala um ríkisstjórn sem hefur innrásaráætlanir fyrir næstum öll helstu lönd heims bara til þess að vera tilbúinn. Það er bara fáránlegt að gefa í skyn að þeir taki ekki með í reikninginn alla helstu þætti þegar þeir fara í stríð.