Þetta er ekki spurning um flæði innflytjendurna sjálfa.
Þetta er spurning um hversu langt stjórnmálamenn láta draga sig á asnaeyrunum út af ótta við að fjölmiðlar úthrópi þá fyrir “dónaskap og tillitsleysi gagnvart minnihlutum”.
Lausnin er ekki að hindra flæði innflytjenda hingað, heldur er hún að hafa bein í nefinu og segja einfaldlega “nei” ef slíkt gerist að háværir einstaklingar innan þess hóps byrja að reyna móta til okkar ríki í þeirra upprunalega, eins og hefur nokkrum sinnum komið fyrir í t.d. Bretlandi og Frakklandi.
Við getum auðveldlega staðið vörð um okkar menningu með því að hafa smá sjálfsvirðingu og standa á okkar, í staðinn fyrir að fara þá huglausu leið að einangra okkur, hindra komu innflytjenda og mála okkur þannig út í horn í alþjóðasamskiptum.