ég hef oft velt því fyrir mér, hversvegna í andskotanum fólk æfir íþróttir. Hversvegna í fjandanum fólk við nauðga líkama sínum svona, trekk í trekk með því að hamast á honum daginn út og daginn inn. Hvað er það eiginlega sem ýtir fólki út í þessar masókista athafnir? Afhverju sleppir fólk þessu ekki bara og liggur frekar í leti, slappar af.

Því fyrir mér eru írþóttir ekkert annað en alger óþarfi, tilhvers að hreyfa sig þegar maður getur slept því? Tilhvers að gera eitt í dag sem þú getur látið einhvrn annan gera á morgun og hlegið að honum fyrir það. Svo lifir þetta fólk, ef fólk skal kalla það, sem stundar íþróttir líka í svo mikill sjálfsblekkingu. Það trúir því og heldur því staðfastlega fram að írþóttir séu HOLLAR!? Það er bara einhver mesta vitleysa sem ég hef nokkurntíman heyrt! Hvernig í andskotanum getur það farið vel með nokkurn hlut að hamast á honum líkt og íþróttamenn ger? Auðvitað eiðileggjar þeir bara líkamann, alla limi og liðamót með þessul. Alveg einsos gurð skemmist ef henni er skelt aftur og aftur, trekk í trekk.

Svo er það ekki bara það, að allt þetta sprikkl og hlaup fari illa með mann heldur er þetta líka svo LEIÐINLEGT og tilgangslaust. Hlaupa á bretti, hvað er gaman að hlaupa í marga klukkutíma ef þú kemst ekki neitt áfrma? sama er að segja um þrekhjól. Afhverju að sparka í einn bolta þegar það eru margir við hliðarlínuna. Ég skil ekki hvern ig fólk nennir þessum, afhverju ekki að sitja heima og skemmta sér frekar við það að hlæja að fíflum sem stunda þennan fávitaskap fyrir framan alþjóð í sjónvarpinu? Svo er líka vond likt af íþróttamönnum, íþróttafötum og í íþróttahúsum. Íþróttahúsin eru ekert annað en nútíma Auswtich, þar er fólki smalað saman og það piunntað. Látið hlaupa í endalausa hringi, sparka í bolta og sprikla þangað til það lekur niður. Eftir það er fólkinu skellt inn í illalyktandi “búningsklefa” sem eru því mun verri heldur en gasklefarnir í Auswitch.


Semsé, punkurinn er, íþróttir eru ekki bara leiðinlegar og asnalegar…heldur einnig tilgangslausar. Jú, AUÐVITAÐ getur þú með endalausum pintingum og kvölum náð því að verða rosa stæltur , grannur og fit. En til hvers, til þess að enda sem 75% öryrki með liðagigt um 25 ára aldur? Til hvers að rembast við að líkjast Adda Fannari, Svavari Erni og Erni Arnarssyni ef þú munt drepa þig á því fyrir þrítugt? Ég segi fyrir minn smekk, frekar vil ég vera feitur með bumbu og getað étið það sem ég vil þegar ég vil án þess að einhver einkaþjálfari snappi á mig, heldur en að vera rosa fit og flottur og mega bara borða tyggjó og salthnetur í öll mál…


Verið því snjöll, börnin mín góð, gerið einsog ég og segið nei við “íþróttadjöfulinn”