Takk fyrir upplýsingarnar.Mér finnst að ég hafi einhverntíman heyrt þetta en líklega hef ég ekki tekið þetta fram á sínum tíma enda var ég bara barn.Ég man því miður lítið eftir þessu samtali en það væri gaman að geta leiðrétt það.Annars tók ég þetta bara sem dæmi,eins og þú skilur,en því miður ekki gott dæmi sem sagt.Ég man eftir ótal svipuðum hlutum úr samtölum þegar ég var orðin eldri og viðmælendurnir og þegar efnið var mun meira á hreinu en Tyrkjaránið,eða álíka löngu liðin tíð.Maður hefur jafnvel lesið slíkt á prenti svo þetta virðist vera sterk mannleg tilhneiging.En það var áhugavert að rifja þetta upp og takk fyrir það:)
Mér ferst nú að tala því ég vanda mig nú ekkert sérstaklega hérna sjálf,kem svona hingað í staðinn fyrir að leggja kapal stundum,hehe,en þú kemur hér fram undir fullu nafni og ert að reyna eitthvað hér í alvörunni,ekki bara svona að drepa tíman og kannski komast að einhverju spennandi nú eða leiðrétta eitthvað,og þess vegna langar mig til að gefa þér ráð,sem flestir myndu nú reyndar gefa þér held ég,og vonandi tekur þú það ekki illa upp.Ég held nefnilega að þú hafir meira að segja en margir gætu haldið,þú takmarkar umræðuefni þitt alltof mikið við þetta tal um útlendinga sem allir hafa nú heyrt megnið af,svona ef þeir hafa komið út fyrir landsteinana a.m.k.Það er nefnilega þannig að þegar einhver takmarkar umræðuefni sitt,þá fer fólk að halda að sá sem talar sé kannski einnig eitthvað takmarkaður,sem er ekki gott mál ef maður kemur fram undir fullu nafni og allt og er að meina eitthvað með þessu.Það getur auk þess boðið heim allskonar misskilningi.
Þú hefur sagt góða hluti hér,til dæmis var þetta sem þú sagðir um að taka upp alvarlega þýsku kennslu í grunnskólum alveg frábært og ég gæti ekki verið meira sammála.Hins vegar talar þú kannski of mikið um hluti sem öllum er nokkuð sama um eins og hvort einhver krakki í einhverjum grunnskóla fái að borða svínakjöt eða ekki,en slíkt getur fengið fólk til að gruna eitt og annað.Manni á auðvitað að vera sama um hvað annað fólk heldur,að vissu marki,en að vera alveg sama um það er í raun eigingirni því án aðstoðar fólks getur maður ekki gert eins mikið og maður kannski annars gæti.Ef fólk vill endilega halda eitthvað varhugavert um mann þá gerir það það kannski hvort sem er,en til hvers að bjóða beinlínis óþarflega mikið upp á það?Það er ekki alltaf HVAÐ,það er HVERSU MIKIÐ,HVENÆR,HVERNIG,og HVAÐ ANNAÐ.Þú skilur alveg hvað ég á við og ég vona að þú haldir ekki að ég sé hér að reyna að gera grín að þér eða eitthvað slíkt,enda veistu hvað ég er að fara út í ábyggilega sjálfur innst inni og ættir þar með að vita að ég er bara að gefa þér smá ráð,vegna þess að ég held að þú hafir meira að segja en flestir gætu haldið.Það er aðdáunarvert að þora að synda á móti straumnum,jafnvel þó það sé ekki endilega hættulegasti straumurinn sem maður er að synda á móti,því með aldrinum fær maður æfingu fyrir hann með þessu.Hins vegar ætti ekki að gera það á óviturlegan hátt og algjör óþarfi að drekkja sjálfum sér í leiðinni eða komast svo nærri því að maður verði að hægja á ferðinni.Láttu ekki fólk halda hluti um þig sem koma þér ekki að góðum notum,og það undir fullu nafni.Ég er ekki að segja að það sé alltaf þér að kenna en þú ýtir kannski óþarflega mikið undir það,hvort sem það er óvart eða ekki.Svo talar þú kannski of mikið um “aðra”,fólk hefur nefnilega meiri áhuga á sjálfu sér en öðrum,og það er hárrétt hjá því því það er ekkert mikilvægara en að líta í eigin barm.Við gerum það reyndar hér meira með monti stundum en að reyna að breyta einhverju,á viturlegan hátt.Ég vona að þú misskiljir mig ekki,og að hér verði hártoganir eða að þú haldir að ég meini eitthvað slæmt.Þú ert ung manneskja með skoðanir sem eiga eftir að breytast,eða að minnsta kosti mótast,og ættir ekki að bjóða öðrum of mikið upp á að mála af þér ranga,ja minnsta kosti ekki heila,mynd.Þú villt ekki loka fyrir sjálfum þér dyrum sem annars myndu standa opnar.Ég er ekki að segja að þú hafir gert það,en þú hefur of oft farið of nærri hættumörkunum án skynsamlegrar ástæðu,þegar önnur leið hefði getað verið farin.Það eru greinilega sniðugar hugmyndir þarna inn á milli og þér tekst ábyggilega að greina kjarnan frá hisminu,og setja hlutina fram á hátt sem það misskilur ekki eins auðveldlega.En þetta er sem sagt,í alvörunni,vel meint hjá mér:)
Gleðilegt nýtt ár Hjörtur:)