Ég var ekki viss um hvar ég ætti að skella þessari grein svo ég ákvað að pósta henni hér. Mörgum finnst þetta án efa ekki vera merkilegt en það er

bara álitamál.

Ég ætlaði að horfa á Antz á stöð 2, auglýst var Antz með Sylvester Stallone, Dan Aykroyd, Woddy Allen og fleiri og fleiri. Svo sat ég fyrir framan

sjónvarpið og myndin byrjaði. Þessir frægu leikarar sem voru auglýstir voru ekki alveg eins og venjulega, í fyrsta lagi töluðu þeir íslensku, í öðru lagi var

röddin í þeim mjög svipuð íslenskum leikurum t.d. Felixi Bergsyni! Gæti kanski verið að þetta var íslenskuð útgáfa en ekki sú útgáfa sem auglýst var? Leikararnir frægu voru líka auglýstir í textavarpinu. Gæti verið að stöð 2 mundi gera svona hlut?

Ég nennti ekki að horfa á hana með íslensku svo ég ákvað að athuga hvað væri á stöð 1. Ég varð mjög ánægður þegar ég sá að The Beauty and the

Beast yrði. Ég beið spenntur eftir henni. Beauty and the Beast er þekkt sem ein besta teiknimynd sem gerð hefur verið og er eina teiknimyndin sem hefur verið tilnefnd til óskars sem besta myndin. Svo byrjaði hún, þetta var ekki Beauty and the Beast, þetta var Töfrajól Fríðu, sjálfstætt framhald af Beauty and the Beast. Þetta er svipað eins og að auglýsa Star Wars en sýna Ewoks. Ekki bara það að þau auglýstu aðra mynd heldur stendur á texavarpinu um myndina “Þetta er eina teiknimyndin sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins.” Þessi mynd fór ekki einu sinni í bíó, fór beint á videó.

Mér finnst að sjónvarpstöðvar ættu að reyna að auglýsa réttar myndir. Eða er það of mikið fyrir þær?