Þessi frétt var á netinu.

“Breskur karlmaður sem að því er virðist reyndi að sprengja sprengju um borð í flugvél er einn af eitt hundrað mönnum sem eru reiðubúnir til sjálfsmorðsárása, að sögn yfirmanns mosku sem maðurinn sótti í London. Í frétt BBC segir ennfremur frá því að Richard Reid sé í haldi bandarískrar lögreglu eftir að hann ku hafa reynt að sprengja sprengju í skónum sínum þar sem hann var um borð í flugvél sem var á leið frá Paris til Miami um helgina.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, segir að Reid, 28 ára, verði kærður fyrir líkamsárás og fyrir að hafa haft í hótunum við áhöfn vélar American Airlines. Hann verður leiddur fyrir dómara á föstudag.

Bandaríska dagblaðið Boston Globe greindi frá því að FBI telji að Reid tilheyri samtökum íslamskra öfgamanna. Abdul Haqq Baker, yfirmaður Brixton-moskunnar í S-London, segir að Reid hafi komið í moskuna til að fræðast um íslamstrú en hafi fljótlega slegist í hóp með þeim sem aðhylltust meiri öfgar. Baker segir að Reid hafi snúist til íslamstrúar þegar hann var að afplána fangelsisdóm vegna minniháttar afbrota.”