Bloggari borgar 800.000 í sekt !
Hvað er málið, síðan hvenær er hægt að kæra fólk fyrir að skrifa meinyrði á netið ?
Á þá núna að fara að kæra alla sem hafa sagt eitthvað ljótt um aðra á netinu ? yrði þá ekki soldið mikið að gera ?
Finnst Jóni Gnarr í lagi að misnota börn?
Fimmtudagurinn, 13.mars 2003
Ritstjórnargrein
Þann 11. mars hlustaði ég á þátt Jóns Gnarr á útvarpsstöðinni Múzik 88,5. Meðal efnis í þættinum var útvarpsleikrit sem var samið og flutt af Jóni er fjallaði um 12 ára strák sem hét Ólafur Árnason og faðir hans Hannes. Hluti af leikritinu var eitthvað á þessa leið:
Ólafur: Pabbi, má ég fá ís?
Hannes: Nei, þú ert svo ógeðslegur og feitur.
Ólafur: Gerðu það pabbi.
Hannes: Ef þú kyssir mig.
[Ólafur kyssir föður sinn á munninn]
Hannes: Ekki á munninn, gefðu mér góðan koss á ennið og dragðu hárið frá áður en þú gerir það.
[Ólafur kyssir föður sinn á ennið]
Ólafur: Má ég núna fá ís?
Hannes: Já, en þú verður að fara úr fötunum og leyfa mér að taka myndir af þér allsberum.
Ólafur: Af hverju langar þig að taka myndir af mér berum?
Hannes: Ég ætla senda þær Lassa, pennavini mínum frá Noregi.
[Eftir smá þras við son sinn tekst Hannesi að fá hann úr fötunum og byrjar að taka af honum myndir]
Hannes: Vertu eggjandi! Þú ert tígrisdýr!
[Stuttu síðar lýkur leikþættinum]
Að þættinum loknum tilkynnti Jón Gnarr hlustendum að þessi þáttur væri „fyrsti þátturinn í röð 50 þátta“ og því óhætt að velta fyrir sér hvernig Jón Gnarr fær „Hannes“ til að misnota barnið sitt síðar meir.
Er þetta í lagi?
Í 209. grein almennra hegningarlaga segir: „Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum“ og í 210. grein sömu laga segir: „Hver sem flytur inn eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt.“
Þeir sem hafa áhuga á fleiri lagagreinum ættu að fletta upp 201. og 202. grein hegningarlaga, auk 14. grein útvarpslaga. Það er ekki víst að leikþáttur Jóns standist þau lög.
Ég kalla nú ekki hvað sem er ömmu mína en mér misbauð þátturinn. Jóni Gnarr tókst að særa blygðunarsemi mína. Þá er ég ekki fullviss um að þessi þáttur hafi verið nokkuð sem óharðnaðir unglingar hafa gott af því að hlusta á. Kannski finnst einhverjum óvitum óvitinn hann Jón Gnarr fyndinn og reyna að finna sér einhvern minnimáttar til þess að taka myndir af – eftir að þeir hafa rifið viðkomandi úr fötunum. Það er ég ekki viss um að Jóni Gnarr þætti fyndið.
Reyndar fannst mér þáttur Jóns svo ófyndin að ég ákvað að senda yfirvöldum bréf um málið. Það verður fróðlegt að heyra hvort að embætti ríkislögreglustjóra, félagsmálaráðuneytinu, Barnaverndarstofu, Umboðsmanni barna og útvarpsréttarnefnd þyki Jón jafn fyndin og til stóð.
Ómar R. Valdimarsson, ritstjóri Pólitík.is