Eftir að Nato tók við hrökktust 200 þús. serbar hraktir frá héraðinu og hundruð voru drepnir. Að ógleymdri massífri eyðileggingu þeirra, td á tugum gamalla kirkna þeirra.
En hreinsanir Albana eiga sér lengri sögu því lengi hafa þeir dreymt um að mynda “Greater Albania”. Í seinni heimsstyrjöld störfuðu Albanir með Þjóðverjum (eins og króatar) og voru nokkur hundruð þúsund Serba drepnir, mest af Króötum. En Albanir drápu amk 10 þúsund og ráku burt einhver 80-100 þús. auk þess að senda nasistum gyðinga, og flytja síðan inn álíka marga Albani til Kosovo í þeirra stað.
Auk þess má nú líka fara enn lengra aftur í tímann. En jæja, nú geta þeir loksins sagt Mission Complete..
http://en.wikipedia.org/wiki/Kosovohttp://hrw.org/english/docs/2004/03/18/serbia8129.htmKosovo var eitt sinn hluti af Serbíu, og er kannski “vagga” menningar þeirra til forna, en héraðið er það ekki lengur. Í svona málum skiptir sagan voða litlu máli, og hún er ekki góð rök (sagan er til dæmis einu rök síonista). Það að einhver þjóð átti einhverntíman heima einhversstaðar gerir staðinn ekki að einhverri einkaeign þeirrar þjóðar um ókomna framtíð.
Ehm jú, sagan er auðvitað mikilvæg. Þarna er hjarta Serbíu og þeirra þjóðareinkenni, þar sem orustan við Ottomanveldið er þar lykilatriði. Og þeir hafa búið þarna í aldir og náðu loks yfirráðum aftur 1912 svo það er ekki eins og þeim hafi bara dottið í hug að ná svæðinu aftur eftir langa fjarveru.