Hvað varð eiginlega um Íslandsbanka ?
það er eins og hann hefur bara horfið. :S
mánudagur, 27. mars 2006, 16:50
Glitnir banki hf.
Íslandsbanki hf. verður Glitnir banki hf.
Íslandsbanki hf. hefur boðað til hluthafafundar þriðjudaginn 28. mars 2006 klukkan 10 þar sem kosið verður um tillögu stjórnar þess efnis að nafn félagsins verði Glitnir banki hf. Að gefnu samþykki hluthafafundar mun hið nýja heiti félagsins verða virkt í viðskiptakerfi Kauphallarinnar frá og með 29. mars 2006. Það þýðir að nýtt auðkenni hlutabréfa félagsins verður GLB. Samhliða hefur félagið einnig óskað eftir að breyta auðkenni sínu sem aðili að Kauphöllinni í GLB. Breytingin á auðkennum hlutabréfa bankans og auðkenni hans sem aðila að Kauphöllinni verður virk miðvikudaginn 29. mars 2006.