Það sem stóð uppúr hjá mér var seinasta setningin hjá þessum manni sem ég náði ekki hver var. Hún var svona orðrétt:
“Kenía er að fara í sama horfa og Rúanda og Bandaríkjamenn gera ekkert í því.”
Hvað finnst ykkur um þetta? Ættu Bandaríkjamenn að gera e-ð? Auðvitað hlýtur maður að hugsa. En þeir hafa verið gagnrýndir harðlega núna í meira en áratug fyrir að haga sér eins og ‘Alheimslöggan’ þannig að af hverju ættu þeir að gera e-ð? Af hverju gerir Kína ekkert í þessu spyr ég? Kína er með meiri mannskap og er ekkert lengra í burtu frekar en Bandaríkin.
Auðvitað ætlast ég ekki af neinu af Kína en mér fyndist það mikil hræsni að ætlast af einhverju af Bandaríkjunum. Ekki endilega af þessum manni því ég veit ekkert hvort hann hafi verið e-ð á móti þeim en ég veit að flestir á Íslandi hafa verið það.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”