Mikið hefur verið vælt og grenjað að undanförnu um hin ósanngjörnu stjórnarskipti og meint svik.
Það sem mér finnst ekki koma nægilega vel fram er: Hvernig í ósköpunum komast þeir að þeirri niðurstöðu að þeir séu í einhverri stöðu til að væla?
Fyrrum borgarstjórn var mynduð með nákvæmlega eins svikum þar sem framsókn yfirgaf xD og ákvað að slá til með vinstri grænum, samfylkingu og frjálslyndum í 4 FLOKKA STJÓRN.
Það er ástæða fyrir því að þetta er ekki lengur R-listinn. Vegna þess að þeir hafa svo mismunandi skoðanir.
Þegar 4 flokkar með mismunandi skoðanir reyna að koma saman í stjórn sér hver maður að ekki er langt þar til samstarfið springur.
Fólk er að væla yfir ólýðræðilegu fyrirkomu lagi og þar fram eftir götunum.
Er ekki réttast að sá flokkur sem fékk mest fylgi sé í borgarstjórn?
2 flokkar eiga mun auðveldara með að komast að samkomulagi og mynda sterka stjórn heldur en 4 mismunandi flokkar.
Þeir byggðu stjórn sína á svikum, en væla svo sjálfir þegar þeir eru sviknir.
Hrekkjusvín taka oft stríðni illa
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig