Nú tekur við ný borgarstjórn og borgarstjóri við “erfiðar aðstæður” eins og hún kallar það sjálf. Hins vegar skilgreinir hún “erfiðar aðstæður” þær að hafa nær ekkert fylgi. Það kallast reyndar á mannamáli ólýðræðislegar aðstæður, þar sem þeir sem ráða núna njóta ekki stuðning meirihluta kjörbærra einstaklinga og hafa því engan rétt á sínu valdi (nema kannski í fasískum og mónarkískum skilningi).
Hugmyndir sjálfstæðismanna og frjálslyndra um lýðræði eru á ótrúlegum villigötum og í fréttum rétt í þessu sást vel hversu firrtir þessir einstaklingar eru, þeim er alveg sama um vilja og völd fólksins.
Ég vona að íslenskir kjósendur sýni þessum mörðum hver valdið hefur í næstu kosningum og kjósi ekki sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Ég vona að fólk láti ekki glepjast af smeðjulegu brosi og fölskum loforðum og muni að þessi flokkur er helsti óvinur lýðræðis á Íslandi.