Núna er þannig mál með vexti að ég, stoltur Hugari, stend á miklum vegamótum í lífi mínu varðandi ágæti þessa vefs. Undanfarið hefður það vakið athygli mína að sá almenningur sem sækist í Huga, virðist eiga það sameiginlegt að skorta bæði tillitsemi, virðingu, kurteisi og typpi. Svo stórum orðum fer ég ekki með um notendur huga af gamni mínu, þetta er ekkert grín.
Þessi áður heiðvirti vefur fyrrum gamanmanna, spekinga og ljóðskálda hefur nú breyst í leikvöll skemmdarvarga, níðinga, dóna og þeirra sem lítil sem engin typpi hafa.
Ég, Pétur D., spyr ykkur nú, kæru bræður og systur, hvað varð um vefinn minn? Hvað varð um allar þær fróðlegu og áhugaverðu greinar sem ég las? Hvað varð um allt hið skemmtilega fólk sem geislaði af sér bæði visku og góðmennsku? Hvað varð um fólk með typpi?
Huga í dag mætti einna helst líkja við typpi sem fer út í íslenskt veður. Vefurinn er að verða að gagnslausum sorphaug þar sem úrhrak þjóðarinnar safnast saman til að kvarta, væla og bera saman sín litlu nær ófinnanlegu typpi.
Er þetta virkilega það sú framtíð sem við viljum? Er þetta virkilega sá vefur sem við viljum bendla okkur við? Eru þetta virkilega typpa stærðirnar sem við viljum sætta okkur við?
Standið með mér, kæru Hugarar, gegn þessum breytingum. Saman sem einn getum við breytt núverandi gangi vefsins og komið okkur aftur upp á hæsta stall. Við vitum öll að Hugi býr yfir möguleikanum til að verða stærsti og mesti vefur Íslendinga, og sá staður þar sem menn með stór typpi koma saman.
Prick? Look around you over here; is this the proper setting for profanity?