Svo hvernig er heildarkenningin? Á hverju byggist hún? Hverjir standa að þessu og afhverju? Ertu með eitthvað meira í höndunum en óljósar fréttayfirlýsingar sem voru sendar út örfáum mínútum eða klukkutímum eftir atvikið, og ef svo er, afhverju tekuru það ekki fram?
Ég ætla ekki að taka beina afstöðu í þessu máli. Ég ætla ekki að koma með staðhæfingar um réttmæti kenninga þinni, því ég veit einfaldlega ekki nógu mikið um þetta mál.
Það sem mér er hinsvegar meinilla við er arfaslök rökfærsla þín.
Þú dembir hér á okkur linkum sem þér finnst sanna þitt mál. Þú þykist geta ráðið einhvers konar mynstur úr þessu og lætur hvern link virka sem hluta úr þessu mynstri.
Það sem þú lætur hinsvegar alveg vera er að aðskilja trúverðuga/viðeigandi linka frá getgátum fréttamanna örfáum andartökum eftir tilræðið.
Þetta er einfaldlega hræðileg rökfærsla og gerir líklegast ekki mikið til að styrkja mál þitt. Þú gefur þessu svona skemmtilega vænissjúkan samsæriskenningablæ sem gerir ekkert nema að fæla fólk frá.
mbl
Einn af aðstoðarmönnum Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakstans, segir að Bhutto hafi særst í sprengjuárás, sem gerð var á kosningafund hennar í Rawalpindi. Gengst Bhutto nú undir aðgerð, að sögn aðstoðarmannsins. Um 20 manns létu lífið í sprengingunni.
Hérna kemur hvergi fram hvernig hún særðist. Fréttin segjir bara að það hafi verið sprengjuárás og að hún hafi særst.
mbl
Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, lét lífið af sárum sem hún hlaut í sprengjuárás sem gerð var á kosningafund hennar í Rawalpildi í Pakistan. Um var að ræða sjálfsmorðsárás og létu 20 til viðbótar lífið í árásinni.
Bhutto lést klukkan 6:16 að pakistönskum tíma, 13:16 að íslenskum tíma, að sögn embættismanna í flokki hennar. Talsmaður pakistanska innanríkisráðuneytisins segir, að hugsanlega hafi Bhutto orðið fyrir kúlum, sem komið var fyrir í sprengjuvesti árásarmannsins.
Hér gildir það sama og í hina fréttina nema hér er búið að henda inn vangaveltum um hugsanlega dánarorsök.
mbl
Óljóst er hvernig lát hennar bar að en Javed Cheema, talsmaður innanríkisráðuneytisins líklegast að hún hafi orðið fyrir sprengjubroti eða kúlum úr vesti tilræðismannsins sem sprengdi sjálfan sig í loft upp. Sjónarvottar segja hins vegar að tilræðismaðurinn hafi skotið hana í hálsinn og í brjóstið áður en hann sprengdi sjálfan sig í loft upp.
Þetta finnst mér mjög skrýtið. Innanríkisráðuneytið hefur neitað því að hún hafi orðið fyrir kúlum og sprengjubrotum þrátt fyrir vitnisburð sjónarvotta og lækna.
Ég átta mig samt ekki alveg á því hvernig þetta bendir til einhvers samsæris.
Segjum sem svo að ríkisstjórn pakistana standi fyrir þessu; Hvaða máli skiptir það fyrir þá hvort að hún hafi höfuðkúpubrotnað eða orðið fyrir byssukúlu eða sprengjubroti?
Þú segjir að fólkið sem var með henni í bílnum sé líklegast þeir sömu og drápu hana, en samt kemur fram í frétt sem þú vitnaðir sjálfur í að fólkið sem var með henni í bílnum voru
Einkaritari Bhutto, Naheed Khan, og flokksmaður hennar Makhdoom Amin Fahim
Til eru fordæmi fyrir yfirhylming á álíka máli sem þessu. 22. nóvember 1963 var John F. Kennedy myrtur. Hann var afar vinsæll rétt eins og Bhutto. Opinbera skýringin á dauða hans er að ein, aðeins ein byssukúla hafi valdið dauða. Þessi eina byssukúla sem sögð er hafa valdið dauða hans þarf þá að hafa brotið all mörg eðlisfræðilögmál til þess að fara þær krókaleiðir sem hún fór í líkama Kennedy's. Myndband er til sem sýnir greinilega að hann var skotinn allavegana tvisvar, bæði að framan og aftan.
Svona hlutir eiga sér stað því miður og það er lítið sem við getum gert í því.
Það að yfirvöld hafi staðið í einhverju samsæri til að drepa JFK er í besta falli holótt kenning, og það að þú skulir þykjast geta notað þetta meinta samsæri sem einhvers konar rök þér í hag er í besta falli heimskulegt.