Svo vill til, að ég er að fara til USA eftir nokkrar vikur, og ég var ekki viss hvort ég ætti að taka flakkarana mína með.
Ég hef áður farið til USA og tollverðirnir eru ekkert annað en leiðinlegir og dónalegir, ég var meira að segja haldinn inn í herbergi í klukkutíma af því að þeir héldu að konan fyrir aftan mig væri að ræna mér (mig minnir að það hafi verið af því að ég mundi ekki nafnið hennara, haha). Sem var kannski fínt, í þessu tilviki, hún hefði getað verið að ræna mér :P
En allavega, þá er ég með nokkra flakkara, með þáttum, kvikmyndum, og þannig drasli, og ég var bara að pæla í áhættunni sem fylgir því að ferðast með flakkara með þessu innihaldi.
Ástæðan fyrir því að ég set þetta hérna, er til þess að fá að vita hvort að þið hafið heyrt um eitthvað svona atvik.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er fremur ólíklegt að þeir skoði alla flakkara, allra sem koma, en ég er sammt ekki sáttur með þessa óþæginlegu tilfinningu. Ég efast stórlega um að þetta komi fyrir mig, en ég vildi bara fá að vita hvort að þið hefðuð heyrt um svona atvik, eða lent í einhverju álíka.
Ég fer með flakkarana, af því að ég er nokkuð viss um að ekkert kemur fyrir, ég er bara að forvitnast ;)