Nú er ég ekki að koma með neitt nýtt á markað heldur langar að vita hvort þetta yrði vinsælt hjá ykkur.

Ég er að tala um videóleigu á netinu. Íslenska videóleigu með allar nýjustu myndirnar í bestu mögulegu gæðum. Það er fullt af fólki ennþá að leigja myndir út í videóleigu.

Ég er ekki að tala um eitthvað ólöglegt eins og istorrent. Heldur kostar kannski myndin 150-200 krónur.

Segjum þú rekst á þetta á netinu og auglýsingin er á þessa vegu, þú færð þrjár fríar myndir að eigin vali. Þú gerist áskrifandi að síðunni, þá verður þér úthlutaður búnaður til að horfa á myndina. Þú downloadar henni á Íslenskum hraða, tekur kannski 5-10 mín að ná í hana. Svo verður þetta líka einskonar spjallrás og getur verið með blogg síðu og fleira. Og síðan framvegis kostar myndin 200krónur. Fengið alla nýjustu traileranna að myndum sem eru væntanlegar.

Ég veit að Síminn er með þetta á myndlykli, en við hættum með það því vá hvað þetta var ömurlegt. Ekkert almennilegt úrval.

Svo seinna meir kæmu nýjustu þáttaseríur.

Þá þyrfti enginn að hafa áhyggjur af að þessu yrði lokað því þetta er 100& löglegt fyrir báða aðila.
————————————————