Ég hef ávallt haft samúð með málstað femínista, enda þekki ég svipaða baráttu sjálfur (það er báráttu gegn alvöru trúarjafnræði hér á landi sem einhverjir hafa eflaust lesið mig nölda um), fólk tekur mjög svipað í þetta, “æji hvaða helvítis tittlingaskítur er þetta, hafiði ekkert betra að gera?” skítkast eitthvað.
En brátt fer ég að fá í kok af þessum femínistum.
Í mínum augum eru til tvær tegundir af femínistum, annars vegar þeir/þær/þau sem virkilega vinna að auknu jafnrétti og bættri aðstöðu kvenna í heiminum, fólkið sem stofnar og vinnur við samtök á borð við Stígamót og þessháttar, fólkið sem fer og deilir út “Segjum nei við nauðgunum” merkisspjöldunum um verslunarmannahelgina og hinsvegar þeir/þær/þau sem sitja á hliðarlínunni og nöldra, finna “karllæga” galla á öllu sem á vegi þeirra verður og eru ekki ánægðir/ar með nokkuð sem nokkuð segir eða gerir.
Seinni flokkurinn er ekki nafnsins verður svo leiðinlegur er hann.
Ef það er svona mikið órétti í kynjamálum hér, gerið þá eitthvað í því, sannarlega væri tími ykkar betur nýttur að hjálpa konum að skilja við ofbeldisfulla eiginmenn eða aðstoða þær að fá nauðgara kærða og dæmda en að sitja í kastljósstólum og væla yfir því að unglingsdrengir séu að versla sér klám gegnum vefinn (reyndar furðulegt að nokkur geri það enda má fá þetta flest allt frítt, sem veltir aftur á móti upp annarri spurningu, er það í lagi að “stela” klámefni? Maður er ekki að leggja klámiðnaðinum lið en fær að njóta afrakstursins, er það ekki “win-win” eða er maður að leggja nauðgurum og handrukkurum lið með því að einungis horfa á klámið?).