Hæhó Steinina
Ég sendi þessa könnun inn þegar ég tók eftir að einhver hérna á huganum hafði verið bannað að skrifa greinar hér vegna þess að hann var haldin kynþáttafordómum.
Það sem ég var að spá í var hvort það ætti að vera ritskoðun á greinum sem eru byggðar á skoðunum sem eru ekki samþykktar hérna í samfélaginu, td. kynþáttahatur.
Ég er líka að tala um illa rökstuddar greinar sem innihalda persónuleg skot á einstaklinga eða minnihlutahópa. Segjum td. að ég sendi inn grein þar sem ég lýsi yfir hatur mínu á hafnfirðingum og kem með fullyrðingar á borð við "hafnfirðingar eru ofbeldisfullir og nauðga kærustunum sínum. Ég mundi annað hvort styðjast við þau rök að einn Hafnfiðingur nauðgaði kærustu sinni, eða bara als eingin rök! Ætti að birta þessa grein?
Ef mér væri bannað að skrifa slíkt inn á hugan mundi það vera ritskoðun, (sem ég er persónulega mjög á móti). Ef mér væri leyft, hvað gerðist þá?
Hvað er að því að birta illa rökstudda grein. Það kemur bara niður á mér í endanum, ég fæ fullt af fólki á móti mér…
Hvað er af því að ég birti grein sem er byggð á röngum heimildum. Verð ég ekki leiðréttur og fær fólk ekki bara minna álit á mér?
Skiluru þessa könnun núna?
–Krizzi–