Styð Sticky…
Umferðarlagabrot er eitt, en undir áhrifum fíkniefna er annað. Þá ertu að brjóta tvö lög í einu: Akstur undir áhrifum (umferðarlagabrot) OG neyslu fíkniefna (hegningarlagabrot).
Annars, hvernig datt þér í hug að fara að keyra undir áhrifum? Er þér alveg sama um fólk í kringum þig og fjölskyldu þína? Hvað ef eitthvað hefði gerst? Hvað ef þú hefðir kálað þér eða einhverjum öðrum? Ef eitt vínglas hefur áhrif, hvað heldurðu þá að fíkniefni geri?
Ef ég væri dómarinn myndi ég láta stinga þér inn. Þú skapar greinilega mikla hættu í samfélaginu. Algerlega ábyrgðarlaus!
Ég skil ekki fólk sem gerir svona eða hvernig því dettur það yfir höfuð í hug. Það er svo auðvelt að valda slysi edrú, hvað þá fullur eða uppdópaður. Þetta gerir mig svo reiða! Ég vann á spítala og sá fólk sem hafði lent í bílslysum. Það kemur alltaf í fréttum “ekki lengur í lífshættu, farinn af gjörgæsludeild” en það er aldrei sýnt hvernig lífið þeirra er ónýtt, hvernig það er orðið spastískt og fjölskylda þeirra dæmd til að sjá um sjúkling það sem eftir er. Það er ekki sýnt hvernig það þarf að læra stafina upp á nýtt og getur ekki tjáð sig aftur nema með því að benda á þá. Það er ekki sýnt hvernig það er fast í hjólastól alla ævi, hvernig það getur ekki átt í ástarsambandi aftur eða stundað kynlíf eða eignast börn. Þá eru heldur ekki sýndir þeir sem eru orðnir algert grænmeti og eru í raun lifandi dánir. Þetta er miklu algengara en þú heldur og það þarf ekki mikið til.
Horfðu á eftirfarandi myndband:
http://www.metacafe.com/watch/888126/drunk_driving_jacqueline_saburido/