Hendi þessu bara strax í korkaflokkinn.
Ég hreinlega verð að segja það að ég er mjög undrandi á viðbrögðum netverja.
Fólk hérna er bara bandbrjálað, það lætur eins og það hafi verið svift einhverjum sjálfsögðum réttindum. Við eigum engan rétt á að fá allt sem við viljum okkur að kostnaðarlausu, það bara er ekki þannig.
Ég stunda svipaðar síður og ef þeim yrði öllum lokað þá verður bara að hafa það. Það er ekki réttur minn að fá allt ókeypis, frábært ef ég get það en ég voga mér ekki að kvarta þó ég þurfi að borga fyrir annarra manna vinnu.
Svo er fólk að segja að höfundarréttur sé “overrated and overpriced” og hvaðeina, ég velti því fyrir mér hvort þetta sama fólk hafi skapað eitthvað sjálft.
Og nei ég veit að það er enginn lausn á þessu máli, torrentsíðurnar eru komnir til að vera og verða ekki upprættar…