Jæja, í dag var Istorrent lokað, og verður það án efa gremjumál 25.000 einstaklinga af þeim 26.000 einstaklinga sem notuðu Istorrent. En þá koma upp 2 spurningar, eigum við ekki að lækka verðið á tölvum, nettengingum, dvd skrifurum, kasettu tækjum og upptökutækjum um 1% því þetta 1% er einmitt það sem höfundarrétthafar fá til að vega upp á móti ólöglegri dreyfingu. Eða mun Siminn og vodafone koma út í stórtapi því núna mun ég, og eflaust margir aðrir skipta yfir í Hive og nota útlenskar heimasíður til að ná í nýjustu þættina.

Annars vegar var staða Istorrents sterk að því leyti að í hvert skipti sem við vorum beðnir um að deila ekki einhverju, þá var því ekki deilt. Við deildum ekki næturvaktinni því að Sagafilm bað okkur um það. Og engu með Páli Óskari var deilt því hann bað um það og sama gildir um Mugison og fleirri. Enn eitt get ég sagt, að ég mun segja upp símanum eins fljótt og ég get og skipta yfir í Hive.

enn endilega, gefa ykkar álit á málinu.

Bætt við 19. nóvember 2007 - 17:12
ef einhver vill koma skoðunum sínum á framfæri til þeirra sem lýta eftir hagsmunum ,,flestra' þá er hérna gott E-mail address

smais@smais.is
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.