Jæja - Hef ekki enn gert upp hug minn í þessum málum. Svo virðist sem áður gefna frelsið sem Istorrent veitti ákveðnum einstaklingum sé að dvína. Reglur og takmarkanir á notkun efnis sem þar er sett inn fara fjölgandi með hverjum deginum sbr - Rapelay málið , bann á dreifingu “Næturvaktin” , 18+ Reglurnar osfv.
Ég veit ekki með ykkur en að mínu mati stefnir þetta ágæta skip í strand ef þetta “ástand” heldur áfram.
Almenn Torrent notkun á Íslandi hefur margfaldast með tilkomu “Istorrent” og spurningin er : Ef Istorrent strandar hverju sigla menn þá?
Núþegar hafa vefir eins og DCI sprottið upp í anda Istorrents. En er það nóg?
Korkurinn er fyrir almennar umræður um Istorrent og notkun Torrent sem og dreifingu efnis í gegnum netið.